Freitag, Januar 26, 2007

Áfram Ísland!

Thad vantar ekki thjódarstoltid hérna í útlöndum. Hef reyndar ekki nád ad fylgjast med leikjum íslenska landslidsins í handbolta...hef bara séd úrslitin. Mun thó hvetja mína menn á sunnudaginn gegn Thjódverjunum! Og vonandi vinna their líka á morgun ;-) Verst ad leikirnir eru allir svo langt í burtu, annars gaeti madur bara skellt sér á leik!
Veturinn hérna er kominn en varla til ad vera. Er frost eins og er og snjór og skídamenn eru audvitad í skýjunum. Höskuldur bródir er á leidinni med fjölskylduna til Austurríkis og faer vonandi naegan snjó. Mér finnst snjórinn lífga adeins upp á umhverfid og trén eru ennthá hvít. Allt bjartara einhvern veginn en daginn er tekid ad lengja hvort sem er. Hérna er madur farinn ad finna/sjá muninn. Ekki alveg eins mikid skammdegi. Á frónni finnur madur audvitad enn meira fyrir thví.

Donnerstag, Januar 18, 2007

Frí vegna óveðurs...

Hver kannast ekki vid thá tilfinningu thegar madur mátti fara fyrr heim úr skólanum eda vera bara heima vegna vedurs? Sú tilfinning kom upp í manni í dag thar sem ad starfsfólkid í vinnunni hjá mér mátti fara heim kl. tvö í dag vegna óvedurs! Á kostnad vinnunnar ad sjálfsögdu. Var ad vísu nokkud lengi á leidinni heim thar sem ad nokkrir vörubílar eda tengivagnar fuku út af veginum enda keyra their eins og bavíanar. Alls ekki midad vid adstaedur.
Thad er gert töluvert vedur úr thessu óvedri hérna enda á thad ad versna sem á lídur daginn og fram á kvöld/nótt. En aetli Íslendingar myndu kippa sér upp vid svona laegd? Held ég hafi upplifad nokkrar slíkar bara í desember s.l. Mér finnst verst med öll trén, er helst hraedd um ad greinar fjúki á mann eda eitthvad drasl. Thad er audvitad ekki eins slaemt á Íslandi enda ekki eins mikid af trjám.
Thad versta er ad vid aetludum út ad borda saman úr vinnunni í kvöld en frestudum thví. Verdur ad bída í viku.
Nú er thad spurning hvad madur gerir núna: taka til eda lesa Konungsbók eftir Arnald Indridason...?!
Eitt er allavegna víst: Hef góda afsökun til ad fara ekki í líkamsraektina í kvöld... (eins og svo oft ádur sko). Er ordin ansi gód í ad styrkja stödina fjárhagslega án thess ad maeta. Verdur ad fara ad breytast!

Samstag, Januar 13, 2007

Á stuttbuxum og ermalausum bol (eða næstum því)...í janúar

Thá er fyrsti mánudur ársins ad verda hálfnadur. Tíminn lídur alveg ótrúlega hratt...flýgur áfram án thess ad madur geti nokkud ad gert....nema fljúga med! Vedrid hérna er líka ennthá frekar klikkad, sól og blída og 12 grádur. Skídaáhugafólk er frekar svekkt thessa dagana enda lítill sem enginn snjór nema rétt á haestu tindum. Fór adeins í baeinn í dag og thar sat fólk úti á kaffihúsum og á gangstéttinni á rádhústorginu og spókadi sig í sólinni eins og á gódum sumardegi. Frekar skrítid um midjan janúar. Snjóleysid hefur reyndar thann kost fyrir mig ad thad er minna mál ad komast í vinnu, engin snjórudningstaeki á ferdinni á morgnana og engir bílar á sumardekkjum fastir í snjó! En thad er spurning hvernig vedurfars thróunin verdur í framtídinni.
Ad ödru leyti hefur vikan verid tídindalítil. Var frekar löt eftir vinnu. Fórum einu sinni út ad borda og urdum fyrir miklum vonbrigdum med matinn. Baetti svo ekki úr skák ad thad keyrdi naestum thví bíll á mig á bílastaedinu fyrir utan. Sumt fólk aetti kannski ad líta betur í kringum sig og keyra adeins haegar! Gerdist sem betur fer ekki neitt nema ad ég blótadi öku"konunni" í sand og ösku. Hefdi hún bara heyrt í mér...

Montag, Januar 01, 2007

Gleðilegt ár 2007!

Gledilegt ár 2007 og takk fyrir thad gamla!
Hérna var allt frekar rólegt. Vorum í bodi hjá vinafólki í Friedberg rétt hjá Augsburg, fyrrum heimabae Michaels. Thau búa svo til á móti tengdó enda kíktu foreldrar Michaels adeins vid um midnaetti. Vorum ca. 10-15 med tveimur börnum. Var sprengt á midnaetti en ekkert í líkingu vid hvad er heima á Íslandi! Vid komum svo heim milli 3 og 4 og er madur búinn ad vera í leti í dag, enda ekki vid ödru ad búast. Er svosem ekki thynnkunni fyrir ad fara (alla vegna ekki hjá mér) thar sem ég var bílstjóri. Áramótavedrid hérna var vonum framar enda var búid ad spá rigningu og roki (já...kannist thid vid thad???). Rokid kom svo ekki fyrr en seint í nótt/morgun en var nú ekki svo slaemt held ég. Ekki fyrir vanan Íslending! Var líka mjög heitt hérna í nótt eda tólf grádur á maelinum okkar. Aetli thetta sé ekki ein af laegdunum sem voru á Íslandi nýlega.
Í kvöld er svo matur hjá tengdó og á morgun vinna (geisp). Verdur álíka gaman ad vakna og í sídustu viku. Var svo sem allt í lagi í vinnunni en ad koma sér á faetur...thad var allt annad mál! Og kallinn liggur í rúminu og sefur...thats not fair!!! Hann tharf ekki ad vinna fyrr en 8. janúar. Verd ad finna verkefni fyrir hann...thad thyrfti nú ad taka til hérna, skúra o.s.frv. ;-) Thad er spurning... Alla vegna betra en ad hanga í tölvunni, alla vegna fyrir mig!

 
Free Counter
Free Counter