Samstag, Februar 17, 2007

Karnival og sprengidagur

Thá er helgin thegar hálfnud. Ótrúlegt hvad tíminn lídur hratt. Er thad líka thannig hjá ykkur? Finnst hann aldrei hafa lidid hradar en einmitt nú... Kannski er thetta thannig eftir thví sem madur eldist? Ekki thad ad mér finnist ég mjög gömul...nei hei! Vidurkenni thad aldrei ;-)
Núna er karnivalid (í Bayern "fasching". Bæjarar vilja audvitad hafa allt ödruvísi) í fullum gangi og naer hápunktinum á mánudag og thridjudag en thá er sídasti dagurinn. Á midvikudaginn er svo allt búid og fastan hefur göngu sína. Thad eru ekki margir sem fasta hérna en á öskudag eru margir sem borda fisk og ekkert kjöt. Sem sagt í einn dag?!?!
Ég er ekki mikil karnivalsmanneskja og klaedi mig ekki í einhvern búning en kosturinn er ad ég fae frí í vinnunni á sprengidag. Fyrirtaekid er hreinlega lokad! Flestir/margir í ödrum fyrirtaekjum thurfa ad vinna til hádegis og thá tharf fólk ad taka sér frí eda er gefid frí. Michael vinnur allan daginn en gaeti líklegast tekid sér frí eftir hádegi ef hann vildi. Thad er mjög sjaldgaeft ad fyrirtaekjum sé lokad algjörlega thennan dag og ad starfsfólkinu sé gefid aukafrí (utan sumarfrís eda frís útá yfirvinnutíma) er undantekning. Get verid heppin med thad og ýmislegt í fyrirtaekinu hjá mér thrátt fyrir óánaegju í deildinni hjá mér eins og er.
Hérna eru bordadar bollur fram á thridjudag en thetta eru berlínarbollur med ýmis konar fyllingu. Thaer geta verid ágaetar thó ad ég vaeri alveg til í bollurnar hennar mömmu...mmm...er ad verda svöng. Thad er pasta med hvítlauks-jógúrt-eggaldin (held ad thad heiti eggaldin á íslensku) sósu í matinn hjá okkur í kvöld. Hún er mjög gód og madur angar af hvítlauk eftir ad hafa bordad hana...

Sonntag, Februar 04, 2007

Heimsmeistarar hjartans?

Ef einhver heldur ad thad sé sér-íslenskt einkenni ad nota "vid" ef landslidid vinnur en "their" eda "íslenska landslidid" ef thad tapar hefur rangt fyrir sér. Hérna í Thýskalandi er alveg thad sama upp á teningnum. Núna erum audvitad "vid" heimsmeistarar og "vid" urdum meira ad segja páfi 2005 (held ég fari rétt med árid!). Og s.l. sumar tókst Thjódverjum ad verda "heimsmeistarar hjartans"(Weltmeister des Herzens)... Their urdu audvitad ad finna eitthvad heiti thar sem their nádu ekki tiltlinum. Eigum vid ekki bara ad kalla Íslendinga heimsmeistara hjartans á HM 2007!?

 
Free Counter
Free Counter