Hafnarfjörður í mars....
Er ekki alveg haett ad blogga Hrefna...hef bara verid löt undanfarid!
Vid höfum oftast farid í frí í mars sídan ég flutti hingad og verdur víst engin breyting á thví í ár. Ég var rétt í thessu ad borga flug online frá Frankfurt til Keflavíkur 14. til 24. mars en ég bókadi thad fyrr í vikunni fyrir okkur baedi. Er víst ekki mjög langt í thad. Nae eins og einni fermingu og nokkrum afmaelum en flýg tilbaka á afmaelisdaginn hennar mömmu. Vona ad hún fyrirgefi mér thad...verdum bara ad halda upp á thad um páskana!
Aldrei ad vita nema madur slái bara í smá afmaelisveislu á skírdag fyrir familíuna og nokkra vini. Er jú tvöfalt afmaeli! Vona ad thad verdi ekki margir úti um páskana...
Ad ödru leyti er ekki mikid ad frétta. Vid vorum í taeplega tveggja tíma göngutúr í dag enda frábaert vedur. Kannski ekki mjög hlýtt en sól og blída.
Höskuldur og börnin voru hérna um sídustu helgi og var mjög gaman ad fá thau í heimsókn.
Í thetta skiptid komu thau seint á föstudagskvöldinu og keyrdu til Frankfurt eldsnemma á sunnudagsmorgni. Höfdum sem sagt allan laugardaginn og skrapp ég med Guðrúnu adeins í búdir ;-) Hún keyti reyndar ekki mikid fyrir sig sjálfa heldur mest fyrir vinkonur sínar og eina fraenku! Og svo audvitad fyrir mömmu sína sem komst ekki med í thetta skiptid. Vid fórum svo nokkur saman út ad borda á sunnudeginum og budum fólki í mat á mánudeginum. Ég var svo í fríi á sprengidag en fyrirtaekid mitt er alltaf lokad thann dag. Michael thurfti aftur á móti ad vinna.
Vona ad thad lídi ekki svona langur tími í naesta blogg...hafid thad sem best.
2 Comments:
Hæ hæ frænka!
Frábært að heyra að þið séuð búin að kaupa miða til Íslands í mars. Rósa var að spá í hvort við gætum ekki farið út að borða sunnudagskvöldið 16. mars því hún er að fara til Kanarí. Hvað segirðu um að bóka það kvöld með okkur og að sjálfsögðu Ingibjörg og Arnþrúður líka.
Kveðja
Ella
10:58 PM
Hæ vinkona
Gaman að heyra, gott hjá ykkur að skella ykkur til Íslands núna í mars :D
Hlakka til að sjá þig!!
Hafið þið það líka sem best.
Kveðja, Hrefna
4:28 PM
Kommentar veröffentlichen
<< Home